CrossFit Sport æfingakerfi og námskeið

Vikulega hafa iðkendur CrossFit Sport aðgang að 43 CrossFit tímum, 3 sérhönnuðum Ólympískum lyftingar tímum, 3 mömmu tímum og endurance tíma á sunnudögum. Það ættu því allir að geta komið heilsusamlegri hreyfingu inn í stundartöflu sína. Einnig býður CrossFit Sport upp á krakka- og unglingaþjálfun í formi námskeiða, grunnnámskeið fyrir nýja iðkendur og Comeback námskeið fyrir iðkendur sem hafa stundað CrossFit áður og langar til þess að byrja aftur.

CrossFit tímar

Iðkendur CrossFit Sport fylgja sérhönnuðu æfingakerfi sem inniheldur ólympískar lyftingar, kraftlyftingar og aðrar styrktaræfingar, flóknar sem og auðveldari fimleikaæfingar, æfingar með ketilbjöllur, handlóð, sandbolta og önnur áhöld sem vinsæl eru til CrossFit iðkunnar. Æfingakerfið er unnið í átta vikna lotum og einblína á það að iðkendur bæti sig og nái sínum markmiðum tengdum sportinu. Hver einasta æfing hefur tilgang og er æfingakerfið úthugsað af hönnuðum þess. Þjálfarar CrossFit Sport leggja mikið upp úr því að hjálpa iðkendum að aðlaga æfingar eftir þörfum hvers og eins og allir geta tekið þátt.

Ólympískar lyftingar

CrossFit Sport býður uppá ólympíska lyftingartíma sem eru kenndir á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:15. Þessir tímar eru klukkustund og iðkendum að kostnaðarlausu. Iðkendur sem mæta í þessa tíma samhliða CrossFit tímum hafa bætt sig í þyngdum og tækni í þessum lyftingar stíl. Æfingarkerfið er byggt í lotum sem miðast við að ná hámarki í kringum ólympísk lyftingar mót sem haldin eru hérlendis.

Endurance

Endurance er tími þar við byggjum upp grunnþol og tækni iðkenda í þolæfingum. Mest er notast við þoltæki á borð við hjól, skíðatæki og róðravélar í bland við hlaup/skokk og æfingar með eigin líkamsþyngd. Í þessum tímum vinnum við eingöngu í loftháða kerfinu og bætum því ástand hjarta- og æðakerfis okkar og getum þannig lækkað blóðþrýsting. Tímarnir henta fólki á öllum getustigum.

Mömmu CrossFit

Eru tímar fyrir verðandi mæður sem vilja halda sér í formi á meðgöngu og nýbakaðar mæður sem vilja koma sér aftur af stað. Tímarnir eru undir handleiðslu reyndra þjálfara þar sem áhersla er lögð á fjölbreyttar styrktaræfingar ásamt ýmsum þol- og fimleikaæfingum. Auðvelt er að aðlaga æfingarnar þannig að það henti hverri og einni og krílin eru að sjálfsögðu velkomin með.
Auðvelt er að aðlaga æfingarnar þannig að þær henti hverri og einni. Krílin eru að sjálfsögðu velkomin með.

Tímarnir eru kenndir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:00-11:00 og hægt er að kaupa 6 vikur, 12 vikur eða gera samning í CrossFit Sport. Allir möguleikar gefa fullan aðgang að öllum tímum CrossFit Sport og þar með talið mömmu CrossFit.

Krakkaþjálfun CrossFit Sport

Krakkaþjálfun CrossFit Sport er styrktar- og þrek prógram sérhannað fyrir börn.
Námskeiðið er fyrir börn í 4.-8 bekk og hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðal íþrótt.
Samblanda snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu barnsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu. Styrktar- og tækniæfingar verða fyrst og fremst líkamsæfingar eða framkvæmdar með léttum handlóðum/ketilbjöllum og/eða prikum.
Rík áhersla verður á að kenna börnunum að beita sér rétt og gera allar æfingar vel og örugglega.
Börnin eru gerð meðvituð um líkamlega getu og við eflum sjálfstraust þeirra.

Unglingaþjálfun CrossFit Sport

Unglingaþjálfun CrossFit Sport er styrktar- og þrek prógram sérhannað fyrir unglinga. Námskeiðið er fyrir unglinga í 7.-10 bekk og hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðal íþrótt.
Samblanda lyftinga-, snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu unglingsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu. Mikil áhersla er lögð á rétta lyftingartækni og unglingnum er kennt að hreyfa sig rétt og öruggt. Við stefnum við að því að efla sjálfstraust unglingsins og veita þeim styrk bæði líkamlega og andlega til þess að takast á við hvers kyns hindranir sem lífið gæti kastað að þeim.
Unglingaþjálfun CrossFit Sport kennir unglingnum ekki aðeins að æfa, við kennum þeim einbeitningu, þrautseigju, hollustu og hvatningu.

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði CrossFit, æfingakerfi útskýrt og iðkendur eru undirbúnir til þess að mæta í almenna tíma hjá CrossFit Sport. Grunnnámskeiðið er kennt 3x í viku í 2 vikur (5 tíma) og að því loknu er iðkenda frjálst að mæta í tíma hjá CrossFit Sport. Í CrossFit Sport starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem færa iðkendum faglega og trausta þjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og örugga æfingatækni.
Meðfylgjandi námskeiði fá iðkendur 8 vikna aðgang að tækjasal Sporthússins og hóptímum.
Sjá næsta grunnnámskeið HÉR!

Kaupa kort