
CrossFit Sport æfingakerfi og námskeið
Vikulega hafa iðkendur CrossFit Sport aðgang af alls kyns CrossFit tímum sem samanstendur af heilsteyptu prógrammi búið til af stjórnendum stöðvarinnar.
Því ættu allir að geta komið heilsusamlegri hreyfingu inn í stundatöflu sína og fundið sér tíma við hæfi hjá CrossFit Sport.
Einnig er starfrækt krakka- og unglingaþjálfun í formi námskeiða, grunnnámskeið fyrir nýja iðkendur og Comeback námskeið fyrir þá sem hafa stundað CrossFit áður og langar til þess að byrja aftur.
Sport
Sport
Sport prógrammið inniheldur meira af tæknilega flóknum fimleikum og lyftingaræfingum. Það er hugsað fyrir þá sem vilja læra og æfa hreyfingar eins og handstöðupressur, muscle-up, snatch, clean & jerk og overhead squat – og hafa getu til að framkvæma þær í WOD-um.
Þú ættir að velja SPORT ef:
• Þú vilt æfa CrossFit 3-4x í viku
• Þú hefur æft CrossFit reglulega í 3+ mánuði
• Þú hefur áhuga á að læra og æfa flóknar hreyfingar
• Þú lítur á CrossFit sem þína íþrótt eða helsta áhugamál
Hreysti
Hreysti eru áfram krefjandi CrossFit æfingar, en með einfaldari æfingum í WOD-um. Flóknari hreyfingar eins og ólympískar lyftingar eru teknar utan WOD-a, þar sem er meiri tími til að vinna í tækni. Hreysti hentar þeim sem eru styttra komnir eða einfaldlega hafa ekki áhuga á tæknilegustu æfingunum.
Þú ættir að velja HREYSTI ef:
• Þú vilt æfa CrossFit 2-3x í viku
• Þú ert nýbyrjuð/aður eða að koma aftur eftir æfingahlé
• Þú vilt auka styrk og þol, en ert ekki langt komin/n tæknilega
• Þú lítur á CrossFit sem skemmtilega líkamsrækt frekar en aðaláhugamál • Þú vilt örugga þjálfun með minni meiðslahættu
Styrkur
Tímar, sem eru kenndir 17:15 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þessir tímar verða blanda af alls kyns styrktaræfingum og henta sérstaklega þeim sem vilja auka styrk samhliða CrossFit æfingum.
Pop Up tímar
Eru fastir pop-up tímar sem verða fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði klukkan 18:15. Það geta verið alls kyns tímar sem gagnast fólki og verða þeir auglýstir fyrir iðkendur þegar kemur að þeim.
Sem dæmi:
-„Steinunn kennir butterfly upphífingar”
-„Hrund fer yfir tækni í ólympískum lyftingum”
-„Guðrún tekur róandi foam flex tíma”
-„Halli tekur styrktar- og teygjuæfingar til að minnka líkur á mjóbaksvandamálum”
Krakkaþjálfun CrossFit Sport
Krakkaþjálfun CrossFit Sport er styrktar- og þrek prógram sérhannað fyrir börn.
Námskeiðið er fyrir börn í 4.-6 bekk og hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðal íþrótt.
Samblanda snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu barnsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu. Styrktar- og tækniæfingar verða fyrst og fremst líkamsæfingar eða framkvæmdar með léttum handlóðum/ketilbjöllum og/eða prikum.
Rík áhersla verður á að kenna börnunum að beita sér rétt og gera allar æfingar vel og örugglega.
Börnin eru gerð meðvituð um líkamlega getu og við eflum sjálfstraust þeirra.
HÉR getur þú séð næstu krakkanámskeið.
Unglingaþjálfun CrossFit Sport
Unglingaþjálfun CrossFit Sport er styrktar- og þrek prógram sérhannað fyrir unglinga. Námskeiðið er fyrir unglinga í 7.-10 bekk og hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðal íþrótt.
Samblanda lyftinga-, snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu unglingsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu. Mikil áhersla er lögð á rétta lyftingartækni og unglingnum er kennt að hreyfa sig rétt og öruggt. Við stefnum við að því að efla sjálfstraust unglingsins og veita þeim styrk bæði líkamlega og andlega til þess að takast á við hvers kyns hindranir sem lífið gæti kastað að þeim.
Unglingaþjálfun CrossFit Sport kennir unglingnum ekki aðeins að æfa, við kennum þeim einbeitningu, þrautseigju, hollustu og hvatningu.
HÉR getur þú séð næstu unglinganámskeið.
CrossFit Grunnur
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði CrossFit, æfingakerfi útskýrt og iðkendur eru undirbúnir til þess að mæta í almenna tíma hjá CrossFit Sport. Grunnnámskeiðið er kennt 3x í viku í 3 vikur (9 tíma) og að því loknu er 1 vika í Hreysti tíma með sama þjálfara. Í CrossFit Sport starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem færa iðkendum faglega og trausta þjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og örugga æfingatækni.
HÉR getur þú séð næsta Grunnnámskeið.
CrossFit Comeback
CrossFit Comeback er helgarnámskeið, kennt laugardag og sunnudag í 90 mín í senn. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa stundað CrossFit eða aðrar sambærilegar íþróttir áður og finnast þeir þurfa upprifjun áður en þeir byrja að mæta í tíma hjá CrossFit Sport.
Á námskeiðinu rifjum við upp helstu æfingar sem við gerum í CrossFit og veitum iðkendum hugmyndir hvernig hægt er að aðlaga æfingar þannig að ákveð henti hverjum og einum.
Meðfylgjandi námskeiði fá iðkendur 4 vikna aðgang að tækjasal Sporthússins, hóptímum og öllum tímum sem CrossFit Sport hefur uppá að bjóða.
HÉR getur þú séð næsta námskeið.