CrossFit Krakkar | 4-6 bekkur
Product information
Description
CrossFit Krakkar - 16 vikna námskeið hefst 1. & 2. september 2025
Krakkaþjálfun CrossFit Sport er styrktar- og þrekprógram sérhannað fyrir börn.
Prógrammið hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðalíþrótt.
Samblanda snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu barnsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu.
Styrktar- og tækniæfingar verða fyrst og fremst líkamsæfingar eða framkvæmdar með léttum handlóðum/ketilbjöllum og/eða prikum.
Rík áhersla verður á að kenna börnunum að beita sér rétt og gera allar æfingar vel og örugglega.
Tímarnir eru uppsettir þannig að við byrjum á upphitunarleikjum. Með þessu hefjum við tímann á skemmtun og gleði sem endurspeglast svo inn í æfinguna sjálfa.
Við vinnum allt á sömu tímalengd svo börnin upplifi frekar að þau séu algerir jafningjar og við leggjum mikla áherslu á virðingu og vinsemd í garð þjálfara og annara iðkenda.
Fyrir börn í 4.-6. bekk
2 Tímasetning í boði:
Krakkahópur A -Mán og mið kl. 15:30-16:15
UPPSELT ER Í KRAKKA A HÓPINN!
Krakkahópur B -Þri og fim kl. 15:30-16:15
VERÐ 63.990 kr.