CrossFit Suðurnes

Heimkynni CrossFit Suðurnes eru í húsakynnum Sporthússins í Reykjanesbæ. Umhverfið er eins og best verður á kosið og aðstæður hreint frábærar jafnt innan dyra sem utan. Góðar hlaupaleiðir eru í næsta nágrenni og úti erum við einnig með upphífuslár.

CrossFit Suðurnes býður upp á fullbúinn æfingarsal með þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda CrossFit. Ketilbjöllur, lyftingastangir, lóð, upphífuslár og róðravélar, svo eitthvað sé nefnt. Í Sporthúsinu er einnig heitur pottur, kaldur pottur og gufa þar sem hægt er að slaka á eftir góða æfingu. Í CrossFit Suðurnes starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem færa iðkendum faglega og trausta þjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og örugga æfingatækni.

Iðkendur CrossFit Suðurnes hafa aðgang að CrossFit Sport í Kópavogi.

Hvað er CrossFit?

CrossFit er hagnýt (functional) líkamsrækt sem allir geta stundað, óháð aldri, formi og reynslu. CrossFit er æfingakerfi sem samanstendur af síbreytilegum æfingum. Íþróttin er saman spil þols, liðleika, samhæfingar og styrks.
Helstu kostir CrossFit er að það byggir upp á æfingum sem þjálfa samhæfingu vöðva og undirbýr iðkendur fyrir áskoranir af hvaða tagi sem er.

TímasetningMánudagarÞriðjudagarMiðvikudagarFimmtudagarFöstudagarTímasetningLaugardagarSunnudagar
06:00 - 07:00CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT09:45 - 10:45CROSSFIT
09:30 - 10:30CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT 10:30 - 11:30CROSSFIT
10:50 - 11:50ÓLYMPÍSKAR11:00 - 12:00CROSSFIT
12:00 - 13:00CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFITCROSSFIT
16:30 - 17:30UNGLINGA CROSSFITÓLYMPÍSKARUNGLINGA CROSSFIT
16:40 - 17:40CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT
17:40 - 18:40CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT CROSSFIT ÓLYMPÍSKAR

Skráðu þig á næsta grunnnámskeið HÉR!

CrossFit tímar

Iðkendur CrossFit Suðurnes fylgja sérhönnuðu æfingakerfi sem inniheldur ólympískar lyftingar, kraftlyftingar og aðrar styrktaræfingar, flóknar sem og auðveldari fimleikaæfingar, æfingar með ketilbjöllur, handlóð, sandbolta og önnur áhöld sem vinsæl eru til CrossFit iðkunnar. Æfingakerfið er unnið í átta vikna lotum og einblína á það að iðkendur bæti sig og nái sínum markmiðum tengdum sportinu. Hver einasta æfing hefur tilgang og er æfingakerfið úthugsað af hönnuðum þess. Þjálfarar CrossFit Suðurnes leggja mikið upp úr því að hjálpa iðkendum að aðlaga æfingar eftir þörfum hvers og eins og allir geta tekið þátt.

Ólympískar lyftingar

CrossFit Suðurnes býður uppá ólympíska lyftingartíma sem eru kenndir á miðvikudögum og föstudögum. Þessir tímar eru klukkustund og iðkendum að kostnaðarlausu. Iðkendur sem mæta í þessa tíma samhliða CrossFit tímum hafa bætt sig í þyngdum og tækni í þessum lyftingar stíl. Æfingarkerfið er byggt í lotum sem miðast við að ná hámarki í kringum ólympísk lyftingar mót sem haldin eru hérlendis.

Unglingaþjálfun CrossFit Sport

Unglingaþjálfun CrossFit Suðurnes er styrktar- og þrek prógram sérhannað fyrir unglinga. Námskeiðið er fyrir unglinga í 8.- 10. bekk og hentar bæði samhliða öðrum íþróttum eða sem aðal íþrótt.
Samblanda lyftinga-, snerpu-, fimleika- og þrekþjálfun til þess að ná fram bestu frammistöðu unglingsins auk þess að koma á fót áhuga á hreyfingu. Mikil áhersla er lögð á rétta lyftingartækni og unglingnum er kennt að hreyfa sig rétt og öruggt. Við stefnum við að því að efla sjálfstraust unglingsins og veita þeim styrk bæði líkamlega og andlega til þess að takast á við hvers kyns hindranir sem lífið gæti kastað að þeim. Námskeiðið janfgildir grunnnámskeiði. Þeir sem eru að útskrifast úr 10. bekk geta farið beint í CrossFit.
Unglingaþjálfun CrossFit Suðurnes kennir unglingnum ekki aðeins að æfa, við kennum þeim einbeitningu, þrautseigju, hollustu og hvatningu.

HÉR getur þú séð næstu unglinganámskeið.

CrossFit Grunnur

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði CrossFit, æfingakerfi útskýrt og iðkendur eru undirbúnir til þess að mæta í almenna tíma hjá CrossFit Suðurnes. Grunnnámskeiðið er kennt 3x í viku í 2 vikur (6 tíma) og að því loknu er iðkenda frjálst að mæta í tíma hjá CrossFit Suðurnes. Í CrossFit Suðurnes starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem færa iðkendum faglega og trausta þjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og örugga æfingatækni.
Meðfylgjandi námskeiði fá iðkendur 8 vikna aðgang að tækjasal Sporthússins og hóptímum.

HÉR getur þú séð næsta Grunnnámskeið.

.

Kaupa kort