Næsta námskeið

CrossFit grunnur

Hvað er CrossFit?

CrossFit er hagnýt (functional) líkamsrækt sem allir geta stundað, óháð aldri, formi og reynslu. CrossFit er æfingakerfi sem samanstendur af síbreytilegum æfingum. Íþróttin er saman spil þols, liðleika, samhæfingar og styrks.
Helstu kostir CrossFit er að það byggir upp á æfingum sem þjálfa samhæfingu vöðva og undirbýr iðkendur fyrir áskoranir af hvaða tagi sem er.

CrossFit Suðurnes

Heimkynni CrossFit Suðurnes eru í húsakynnum Sporthússins í Reykjanesbæ. Umhverfið er eins og best verður á kosið og aðstæður hreint frábærar jafnt innan dyra sem utan. Góðar hlaupaleiðir eru í næsta nágrenni og úti erum við einnig með upphífuslár.

CrossFit Suðurnes býður upp á fullbúinn æfingarsal með þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda CrossFit. Ketilbjöllur, lyftingastangir, lóð, upphífuslár og róðravélar, svo eitthvað sé nefnt. Í Sporthúsinu er einnig heitur pottur, kaldur pottur og gufa þar sem hægt er að slaka á eftir góða æfingu. Í CrossFit Suðurnes starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem færa iðkendum faglega og trausta þjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og örugga æfingatækni.

Iðkenndur CrossFit Suðurnes hafa aðgang að CrossFit Sport í Kópavogi.

Kaupa kort