Um Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu

Stofan er staðsett á efri hæð Sporthússins, gegnt aðalinngangi. Þar eru 12 lokaðar starfsstöðvar, ásamt sameiginlegu æfingarými og afgreiðslu. Biðstofan er inni í miðju rýminu.
Óhætt er að segja að um 2.000 fermetrar af húsnæði Sporthússins nýtast sjúkraþjálfuninni beint. Á sömu hæð eru rúmgóðir salir, salur fyrir hópþjálfun og glænýr tækjasalur. Í tækjasal eru öll helstu endurhæfingatæki til staðar og íþróttafræðingar sem eru ávallt til þjónustu reiðubúnir. Sjúkraþjálfarar stofunnar nota tækjasalinn mikið fyrir uppbyggingu viðskiptavina sinna.
Gott samstarf er á milli íþróttafræðinga og sjúkraþjálfara.

Aðkoma og aðstaða

Góð aðkoma er að húsinu og næg bílastæði. Gott aðgengi er fyrir fatlaða og er lyfta milli hæða, hönnuð fyrir hjólastólanotendur.
Einkunnarorð stofunnar eru forvarnir og eftirfylgni. Til að mynda hafa sjúkraþjálfarar stofunnar hreyfigreint yfir 300 börn úr ýmsum íþróttagreinum. Horft er eftir frávikum í hreyfingu og ráðlagt með æfingar og fleira er gert til að koma í veg fyrir að veikleikar verði vandamál.

Þjónusta í boði
  • Úrlausn og greining stoðkerfisvandamála
  • Heilsufarsmælingar
  • Fræðsla og ráðgjöf
  • Hreyfigreining
Opnunartími:

Mán-fim kl. 07:50-16:30
Fös kl. 07:50-16:0

Hafa samband:

Sími: 564-4067
Netfang: sjukrathjalfunin@sporthusid.is

Úrlausn og greining stoðkerfisvandamála

Sjúkraþjálfarar stofunnar leggja sig fram við að greina vel orsök stoðkerfisvandamála. Ef frekari greininga er þörf er stofan í samstarfi við lækna, næringafræðing og kírópraktora. Boðið er upp á fjölbreyttar úrlausnir. Á sömu hæð er fullbúin æfingaaðstaða og aðgangur að íþróttafræðing. Þrír heilsunuddarar eru einnig starfandi á stofunni ásamt einum naprapat. Viðskiptavinir stofunnar eru hvattir til að halda áfram í æfingum sínum í heilsuræktinni þannig að hún verði að lífsstíll. Gott samstarf er við íþróttafræðinga og einkaþjálfara varðandi framhaldið.

Heilsufarsmælingar

Sjúkraþjálfarar stofunnar bjóða upp á blóðþrýstings-, blóðfitu- og blóðsykursmælingar fyrir einstaklinga og hópa.

Fræðsla og ráðgjöf

Boðið er upp á fræðslufyrirlestra frá ýmsum fagaðilum; næringarfræðingi, sálfræðingi, sjúkraþjálfara og kírópraktor. Sömu fagaðilar bjóða einstaklingum og fyrirtækjum upp á heildrænar heilsulausnir.

Hreyfigreining

Horft er eftir frávikum í hreyfingum sem geta stafað af stífleika, verkjum, óeðlilegri byggingu stoðkerfis eða veikbyggðum vöðvum. Af slíku ástandi verður ójafnvægi í kringum liðamót, sem getur orsakað meiðsli í framtíðinni. Með greiningu og inngripi nógu snemma, eru meiri líkur á að hægt sé að minnka líkur á meiðslum í framtíðinni.
Að greiningu lokinni er farið yfir niðurstöður og æfingar ráðlagðar í samræmi við þær.

Stofan er í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingu og eru með samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks og Handknattleiksdeild Stjörnunnar.

Stefnan okkar
  • Áhersla á forvarnir og eftirfylgni.
  • Fagleg vinnubrögð í greiningu sem og úrræðum, með hag viðskiptavinar í huga.
  • Reglulegt endurmat og ákvörðun nýrra úrræða samkvæmt mati.
  • Stuðningur og kennsla við sjálfshjálp.
  • Vellíðan viðskiptavina og að mæta ólíkum þörfum þeirra.
  • Virðing sé höfð að leiðarljósi.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu stofunnar www.sjukrasport.is

Kaupa kort