Technogym
Biostrength
Technogym Biostrength: Bylting í styrktarþjálfun
Biostrength býður upp á stafræna og eintaklingsmiðað þjálfunarupplifun. Með einfaldri innskráningu í Technogym appið geta notendur valið þá þjálfunarleið sem hentar best – allt frá markmiðadrifnum prógrömmum yfir í sérsniðin prógrömm eða frjálsa þjálfun.
BIOSTRENGTH OG BIODRIVE TÆKNIN
Biostrength lyftingatækin frá Technogym boða byltingu í styrktarþjálfun. Í stað hefðbundinna lóða og þyngdarafls, þar sem aðeins er í boði að reyna sig við þyngdaraflið, styrkir Biostrength vöðvana með Biodrive, hárnákvæmri, tölvustýrðri rafseguldrifinni mótstöðutækni. Biodrive var upphaflega þróuð fyrir NASA til að sporna gegn vöðvarýrnun geimfara sem dvelja langdvölum í þyngdarleysi geimsins, þar sem lóð gera afar takmarkað gagn!

Á bak við Biostrength kerfið keyrir svo þróaður gervigreindarhugbúnaður sem mælir styrk iðkandans, velur hentuga mótstöðu, telur endurtekningar, fylgist með tempói og hreyfiferli, og sér til þess að hvíld milli setta sé hvorki of né van. Standir þú þig vel á æfingunni tekur gervigreindin mið af því og bætir hæfilegri þyngd við næstu æfingu þannig að framfarir þínar verði jafnar og stöðugar. Æfirðu kerfisbundið með Biostrength muntu ná allt að 30% meiri árangri en þú myndir ná með öðrum lyftingatækjum, miðað við sama æfingatíma!
Allt er þetta gert mögulegt með aðgangi að Technogym Appinu, sem iðkandinn notar til að skrá sig fyrirhafnarlaust inn í hvert Biostrength tæki. Technogym Appið tekur svo við öllum æfingagögnum og skrásetur árangur og framfarir iðkandans. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að aðgangur að Technogym Appinu er nauðsynlegur til þess að geta skráð sig inn í Biostrength tæki Sporthússins.
Hægt er að kaupa stakan sólarhring eða skrá sig í ótímabundna áskrift. Athygli er vakin á því að einnig er nauðsynlegt að eiga kort í Sporthúsinu, eða kaupa stakan aðgang að líkamsræktarstöðinni.
Veldu áskrift eða stakan sólarhring á þinni heimastöð
MARKMIÐ OG MÓTSTÖÐUPRÓFÍLAR
Með Biodrive tækninni verður til nánast óendanlegur sveigjanleiki í að stýra mótstöðuprófílum, sem býður upp á allskonar spennandi nýjungar í styrktarþjálfun.

Tone
Sem dæmi má nefna að með einni skipun getur Biostrength skapað mótstöðuprófíl sem líkist því þegar teygja er strengd í lóðin, þannig að mótstaðan eykst smám saman eftir því sem strekkist á teygjunni og hreyfiferillinn verður sterkari. Þessi tegund mótstöðu, pöruð við frekar margar endurtekningar og hóflegar þyngdir er notuð fyrir þá sem velja sér það sem markmið að Tóna líkamann (Tone).

Power
Ef markmiðið er að hámarka Afl og sprengikraft (Power), þ.e getuna til að færa þyngdir til hratt og örugglega, notar Biostrength mótstöðuprófíl sem heitir no inertia (enginn skriðþungi). Hann gerir þér kleift að lyfta af hámarkshraða en samt þannig að hverri endurtekningu ljúki með “mjúkri lendingu” og fullu öryggi. Ef maður reynir þetta í hefðbundnum lyftingatækjum mun hraði (og þar með skriðþungi) lóðsins við enda hreyfingarinnar valda því að lóðið heldur áfram ferð sinni um hríð, en snýr svo við og veldur rykkjum og álagi á liði og vöðva, auk þess að slíta víra og valda skemmdum.
Eccentric Reduction
Byrjendum og þeim sem hafa verið frá líkamsrækt um nokkra hríð er ráðlagt að velja sér mótstöðuprófíl sem minnkar mótstöðuna í lengingarfasa (eccentric reduction) hreyfingarinnar, t.d. þegar lóð er látið síga niður eftir axlapressu. Þessi háttur lágmarkar vöðvaniðurbrot og þar með harðsperrur, sem getur komið sér sérstaklega vel á meðan fólk er að komast í gegnum byrjunarfasann alræmda.

Eccentric Overload
Á hinn bóginn geta Biostrength tækin einnig þyngt mótstöðuna í lengingarfasa hreyfingarinnar (eccentric overload) um allt að 50%, og þannig aukið áreiti á vöðvana til muna. Þetta stuðlar að örari uppbyggingu og meiri framförum, og er notað sem mótstöðuprófíll í Hypertrophy markmiðinu, sem gengur út á að hámarka vöðvastækkun.

Viscous
Annar einstakur mótstöðuprófíll Biostrength sem á ensku kallast “Viscous”, líkir eftir mótstöðu í vökva, en eins og allir vita eru hreyfingar í vatni talsvert erfiðari en á þurru landi, og því erfiðari sem hreyfingin er hraðari. Þessi einstaki mótstöðuprófíll, er notaður fyrir þau sem velja sér það sem markmið að verða Sterk (Strong). Þessi prófíll er aðeins fyrir þau alhörðustu og mun reyna verulega á bæði líkamlegan og andlegan styrk!
Þess má geta að tvö síðastnefndu markmiðin, Hypertrophy og Sterk, henta sérstaklega vel þeim sem eru vön að æfa en upplifa sig stöðnuð og vantar eitthvað sem brýtur upp gömlu rútínuna og reynir virkilega á.
Isotonic
Auk alls þess sem áður er nefnd getur getur Biostrength að sjálfsögðu líkt eftir hefðbundnu þyngdarafli (Isotonic), ef iðkandinn vill einfaldlega æfa “venjulega”. Best er að nálgast slíka þjálfun í gegnum “Free” valmyndina á forsíðu Biostrength skjásins.
Rúsínan í pylsuendanum, sérstaklega þegar hugað er að öryggi iðkandans, er að í mörgum mótstöðuprófílum Biostrength tækjanna er hægt að kveikja á “spottara”, þ.e stillingu sem fylgist með því hvort iðkandinn sé að niðurlotum kominn. Skynji tækið að iðkandinn geti ekki klárað endurtekninguna sem er í gangi minnkar það einfaldlega mótstöðuna um nokkur prósent þannig að iðkandinn getur klárað endurtekninguna og lagt lóðið rólega frá sér!
VALKOSTIR FYRIR ÞÁ LENGRA KOMNU

Auk þeirra mótstöðuprófíla sem sagt var frá að ofan bjóða Biostrength tækin upp á ýmis vinsæl æfingatilbrigði sem áður hefðu verið óframkvæmanleg án þess að rjúfa settið og/eða reiða sig á hjálp aðstoðarfólks. Þau helstu eru:
Pyramidal
Hér er mótstaðan látin líkja eftir pýramída, þ.e byrja lágt en með hverju setti er hún aukin þar til hámarki er náð, og þá er þyngdin minnkuð aftur niður, allt undir vökulu auga gervigreindarinnar sem stingur upp á heppilegum þyngdum. Einnig er hægt að taka öfugan pýramída, þar sem mótstaðan í upphafi og endasetti er mikil.
Drop Set
Eins og allir vita gengur drop set út á það að klára vöðvana gjörsamlega. Byrjað er í ákveðinni mótstöðu sem er þó nokkuð krefjandi, þegar stöngin neitar að fara upp minnkar Biostrength tækið mótstöðuna nóg til þess að þú gerir nokkrar endurtekningar í viðbót, og svo koll af kolli þar til lítil mótstaða er eftir og orkan í pumpuðum vöðvunum er gjörsamlega uppurin. Þetta er snilldar fídus sem allir verða að prófa!
Tone Express
Eitt langt sett með mörgum endurtekningum þar sem mótstaðan bylgjast upp og niður milli endurtekninga til að hámarka tónunaráhrif æfingarinnar.
Super-Slow
Allir vita hversu mikið erfiðara er að lyfta löturhægt. Hér hagnýtir Biostrength tæknin sér leikjavæðinguna til hins ítrasta og neyðir þig til að hægja verulega á hreyfingunni til að halda þig inni á brautinni sem kristaltær skjárinn sýnir þér. Þessi tekur verulega á viljastyrk og aga!
Contrast
Hér skiptast á hægar lyftur með meiri móstöðu og hraðari lyftur með minni mótstöðu, allt til að halda líkamanum á tánum og koma í veg fyrir stöðnun.
Rest-Pause
Hér erum við að tala um háákefðar þjálfun, þar sem hámarksfjöldi endurtekninga eru brotnar upp af stuttum pásum. Frábært til að stuða kerfið og stækka vöðva!
Fyrsta skiptið í Biostrength
Þegar iðkandi skráir sig inn í nýtt Biostrength tæki í fyrsta sinn fer í gang sjálfkrafa ferli sem samanstendur af þremur þrepum. Í fyrsta þrepinu stillir tækið sjálfkrafa sæti þannig að iðkandinn sitji rétt. Til þessa notar tækið upplýsingar úr Technogym appinu eða Checkup mælingunni ef þær eru fyrir hendi, ásamt innleggi frá iðkandanum sjálfum. Í næsta þrepi mælir Biostrength tækið svo hreyfigetu iðkandans (range of motion; ROM) með því að fylgjast með iðkandanum gera þrjár, rólegar endurtekningar með hóflegri þyngd. Þegar búið er að ákvarða efri og neðri mörk hreyfigetu er komið að þriðja þrepi: hámarksmótstöðu. Tækið biður þá iðkandann um að ýta/toga af öllu afli þrisvar sinnum á meðan það ýtir á móti með hæfilegum krafti. Sú endurtekning sem skilaði mestum krafti er notuð sem viðmið um hámarksstyrk iðkandans í því tæki, og er notað til grundvallar þegar mótstaða er ákveðin í hinum ýmsu mótstöðuprófílum.
Hverjum hentar Biostrength?
Hin hárnákvæma tölvustýrða mótstaða Biostrength tækjanna gerir þau svo sveigjanleg að það er hægt að finna æfingakerfi fyrir hvern sem er. Þeir vönu geta skellt sér í vökvamótstöðu eða teygjumótstöðu, þeir óvönu, óþjálfuðu eða viðkvæmari geta nýtt sér mótstöðu sem er minni á niðurleið til að minnka harðsperrur, og allir hinir finna örugglega eitthvað við sitt hæfi. Fyrir vikið hentar Biostrength öllum, bæði vel þjálfuðum einstaklingum sem þurfa mikið áreiti til að ná enn meiri árangri, sem og þeim sem eru að byrja í ræktinni og vilja jafna og örugga uppbyggingu á heilsu og lífsgæðum.