Þín vegferð - okkar markmið!
SportHIIT
SportHIIT er staðsett í Sporthúsinu Reykjanesbæ.
Hvað er SportHIIT
SportHIIT er einstaklingsmiðuð þjálfun sem hentar öllum, þar sem hver og einn fær að vera á sínum forsendum. Tímarnir eru hóptímar sem fara fram í lokuðum sal. Í SportHIIT æfir fólk sem:
- - er að taka sín fyrstu skref í líkamsrækt
- - er búið að vera lengi í líkamsrækt eða íþróttum
- - er með þyngdarvandamál
- - vill bæta á sig massa
- - vill bæta þol sitt
SportHIIT er fyrir alla, hvort sem fólk er í sínu besta formi eða ekki.
Allir geta æft saman þar sem æfingarnar eru fjölbreyttar og ef eitthvað hentar ekki vel þá finna þjálfarar lausn á því með þér. Þín markmið er okkar vegferð!
Í SportHIIT er notast við High Intensity Interval Training (HIIT)
Æfingakerfið er byggt upp á lotuþjálfun, ýmist er unnið í ákveðinn tíma eða framkvæmdar ákveðnar endurtekningar af æfingum á tíma. Æfingarloturnar og endurtekningarnar eru mismunandi, allt eftir því hvert markmið æfingarinnar er. Markmið æfingarinnar getur verið að auka styrk, þol og/eða brennslu.
Áherslur SportHIIT
Í SportHIIT er lögð áhersla á gæði hreyfinga. Mikilvægt er að fólk æfi á sínum hraða og á sínum forsendum, auk þess er lögð áhersla á að hafa æfingaprógrammið fjölbreytt og skemmtilegt þannig að fólk geti komið og haft gaman af því að mæta í líkamsrækt!
Búnaður sem notast er við í SportHIIT er til dæmis:
- - Ketilbjöllur
- - Eigin þyngd
- - Kaðlar
- - Sandpokar
- - Boltar
- - Assault tæki
- - Teygjur

06:00 - 06:55 | 09:00 - 09:55 | 12:00 - 12:55 | 16:30 - 17:25 | 17:30 - 18:55 | |
---|---|---|---|---|---|
Mánudagar - Fimmtudaga | SPORTHIIT | SPORTHIIT | SPORTHIIT | SPORTHIIT | SPORTHIIT |
Föstudagar | SPORTHIIT | SPORTHIIT | SPORTHIIT | SPORTHIIT |
09:00 - 09:55 | 10:00 - 10:55 | 11:00 - 11:55 | |||
---|---|---|---|---|---|
Laugardagar | SPORTHIIT | SPORTHIIT | SPORTHIIT |
Skráðu þig í SportHIIT tíma HÉR
Ef þú ert ekki nú þegar með aðgang á skráningarsíðu SportHIIT þá stofnar þú aðgang HÉR. Þegar það er komið þá sendir þú tölvupóst á birgitta@sporthusid.is og hún virkjar aðganginn.