Vertu með

okkur í sumar

Um Sporthúsið Gull

Sporthúsið Gull er lítil og heimilisleg stöð / tækjasalur á efri hæð Sporthússins í Kópavogi. Stöðin er búin nýjustu og bestu fáanlegu líkamsræktartækjum frá Technogym á Ítalíu. Öll áhersla verður lögð á persónulega og faglega þjónustu. Meðlimir Sporthússins Gulls hafa að sjálfsögðu einnig aðgang að stærri líkamsræktar sal Sporthússins og að öllum hóptímum.

Þverfaglegt samstarf er við Kírópraktorstofu Íslands og Sjúkraþjálfunina Sporthúsinu en bæði fyrirtækin eru í húsnæðinu.

Þægileg setuaðstaða er á staðnum og því hægt að tylla sér og spjalla eftir æfingu. Nýr og glæsilegur búningsklefi fyrir konur verður einnig partur af nýju stöðinni en karlarnir munu nota sama klefa og þjónar annarri starfsemi í Sporthúsinu.

Pantaðu frían viðtalstíma með þjálfara með því að senda póst á gull@sporthusid.is

Í Gullinu hefur þú frían aðgang að þjálfara!

Meðlimir Sporthússins Gull fá sérsniðið æfingaplan út frá sínum markmiðum og kennslu á öll tæki Gullsins frá þjálfara. Meðfylgjandi æfingaplani er aðgangur að snjallforriti sem heldur utanum æfingar þínar.

Hægt er að bóka tíma í ástandsmælingu, meðlimum að endurgjaldslausu, í Tanita skannanum okkar sem gefur þér upplýsingar eins og fitu prósentu, vöðvamagn ofl.

Kaupa kort