Dansskóli Birnu Björns

Haustönn hefst 9. september

Dansskóli Birnu Björns er staðsettur í Sporthúsinu Kópavogi.

Dansskóli Birnu Björns

Dansskólinn býður upp á markvisst, vandað og fjölbreytt dansnám. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, kennslu og kóreógrafíu. Kenndir eru ýmsir dansstílar, má þar helst nefna commercial, jazz, lyrical, contemporary og musical theatre.

Aldursflokkar 3 ára og eldri.

Sjá næstu námskeið HÉR

Danskólinn býður uppá

Barnadansa
Skapandi tímar þar sem lögð er áhersla á tjáningu, dans og söng. Markmiðið er að efla hreyfiþroska barnsins ásamt því að virkja ímyndunaraflið. Rík áhersla á fjölbreytta tíma þar sem börn á aldrinum 3-5 ára geta notið sín.

Tæknitíma
Boðið er uppá tæknitíma bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Lögð er áhersla á teygjur, styrk, stökk, hringi og rútínur.

Commercial
Commercial er blanda af mörgum dansstílum og er vinsæll dansstíll um allan heim. Commercial tímar eru gjarnan kenndir í eldri hópum dansskólans og slá alltaf í gegn.

Jazz
Jazzgrunnur er notaður í öllum okkar danstímum. Vinsælar tækniæfingar, styrkur, sviðsframkoma, hornæfingar og jazzdans.

Lyrical
Lyrical dansar eru samsettir af jazz og ballett tækni þar sem lögð er áhersla á að túlka tónlistina hverju sinni sem og texta. Lyrical stíllinn er kenndur í almennum hópum sem og tæknitímum.

Contemporary
Contemporary er tilvalinn dansstíll til að bæta danstækni og ná hröðum framförum. Áhersla er lögð á floorwork, flæði, snerpu, spuna og margt fleira.

Musical Theatre
Skemmtilegir og fjörugir tímar þar sem kenndir eru söngleikjadansar. Frábær æfing í sjálfsöryggi, sviðsframkomu og útgeislun.

Sjá heimasíðu Dansskólans HÉR.

Kaupa kort