Dansskóli Birnu Björns
12 vikna haustönn hefst 8.september.
Dansskólinn býður upp á markvisst, vandað og fjölbreytt dansnám. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, kennslu og kóreógrafíu. Kenndir eru ýmsir dansstílar, má þar helst nefna commercial, jazz, lyrical, contemporary og musical theatre. Aldursflokkar 3 ára og eldri.
Frekari upplýsingar má sjá á https://www.dansskolibb.is/
Meðal þess sem nemendur læra má nefna grunntækni, stökk, hringi, samsettar tækniæfingar og dansrútínur, en sérstök áhersla er lög á að nemendur kynnist sem flestum dansstílum. Einnig er unnið mikið með sviðsframkomu og leikræna tjáningu, en dansgleði og skemmtun er höfð í fyrirrúmi. Við leggjum ríka áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og að það sé búið til andrúmsloft þar sem allir fá að njóta sín og ná markmiðum sínum.
Hópar:
3-5 ára: Lau kl. 11:15-12:00 / verð 42.900 kr. (20. sept - 6. des)
6-8 ára: þri + fim kl. 16:40-17:30 / verð 74.900 kr.
9-11 ára: þri + fim kl. 15:30-16:30 / verð 74.900 kr.
12-15 ára: þri + fim kl. 18:30-19:30 / verð 74.900 kr.
12-15 ára + tæknitími: þri + fim kl. 18:30-19:30 og fim kl. 17:30-18:30 / verð 99.800 kr.
Dansþrek 30+: mán kl. 19:30-20:45 / verð 54.900 kr.
Auka Tæknitími: fim kl. 17:30-18:30 / verð 24.900 kr.
Söngleikjadeild Yngri (8-10 ára): mán kl. 16:15-17:15 / verð 54.900 kr
Söngleikjadeild Eldri (11 ára+): mán + mið kl. 15:15-16:15 / verð 74.900 kr.
Hægt er að nýta frístundastyrk fyrir þessi námskeið.
Þú gætir einnig haft áhuga á