Skilmálar og skilyrði

Upplýsingar um fyrirtækið
Sporthöllin
Dalsmára 9-11, 200 Kópavogur
5644050
mottaka@sporthusid.is
Sporthúsið Kópavogsbæ áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Skilmálar allra áskrifta

Meðlimir sem undirrita áskriftarsamning í Sporthúsinu skuldbinda sig til að vera í áskrift í að lágmarki þann binditíma sem samningur kveður á um. Þátttökugjaldið er skuldfært mánaðarlega með beingreiðslu eða boðgreiðslu, eftir því hvaða greiðsluleið er valin. Samningi þarf að segja upp svo hann endurnýist ekki að loknum binditíma. Samningar eru fyrirframgreiddir.

Uppsagnarfrestur samnings með binditíma er þrír mánuðir. Uppsögn tekur þó aldrei gildi fyrr en að binditíma loknum. Uppsagnarfrestur á ótímabundnum samningi er tveir mánuðir. Uppsögn miðast við mánaðamót óháð því hvaða mánaðardag uppsögn er tilkynnt. Uppsögn skal tilkynnt með skriflegum hætti í móttöku Sporthússins eða með tölvupóstsamskiptum. Aldrei er uppsögn samþykkt símleiðis. Berist uppsögn þremur mánuðum fyrir lok binditíma eða fyrr, tekur uppsögn gildi að binditíma loknum, aldrei fyrr.

Sporthúsinu er heimilt að endurskoða verð á áskriftarsamningum hvenær sem er eftir að föstum binditíma er lokið.

Ekki er hægt að fá endurgreiðslu fyrir tímabil sem meðlimur nýtir sér ekki, sama hver ástæðan er.

Greiði meðlimur ítrekað ekki umsamið mánaðarlegt gjald á tímabilinu er öll ógreidd fjárhæð samnings fallin í gjalddaga og er Sporthúsinu heimilt að setja hana í innheimtu og/eða skuldfæra sjálfkrafa fjárhæðina með áföllnum kostnaði. Jafnframt falla öll fríðindi niður hjá meðlimi þar til gengið hefur verið frá greiðslu.

Ekki er hægt að leggja kort inn og fresta þar með greiðslu eða færa til úttektarmánuð. Þó er tekið tillit til alvarlegra veikinda og þarf þá að framvísa læknisvottorði. Sama á við um barnshafandi konur.

Ef um alvarlegan heilsubrest er að ræða sem veldur því að meðlimur megi ekki samkvæmt læknisráði stunda heilsurækt til lengri tíma er velkomið að leggja fram beiðni um að láta frysta kort í tiltekinn tíma ásamt framlögðu læknisvottorði. Hver beiðni fyrir sig er tekin til skoðunar og reynt að koma til móts við meðlimi. Samningar eru ekki frystir aftur í tímann.  Frysting miðast við þá dagsetningu sem vottorði er skilað inn.

Hægt er að framselja samninginn einu sinni á skuldbindingartíma og kostar það 7.000 kr.

Undantekningarlaust skal gera grein fyrir sér í móttöku þegar komið er inn í stöðina, með sjálfvirkri innskráningu í augnskanna, eða í samráði við starfsmenn.

Áskriftarreglur þessar eiga einnig við um áskriftir í CrossFit Sport og Boot Camp.

Námskeið

Um leið og námskeið er greitt á heimasíðu Sporthússins fær starfsmaður Sporthússins tilkynningu um það. Innan tveggja virkra daga fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu á kaupum.

Meðlimaverð á námskeiði er aðeins fyrir þá sem eru meðlimir á öllu námskeiðstímabilinu. Meðlimaverð fer eftir áskriftarleið hverju sinni.

Námskeiðsverð er mismunandi eftir námskeiðum. Veittur er 7 daga skilaréttur við kaup á námskeiði gegn því að kvittun/sölureikningi sé framvísað sem sýnir með fullnægjandi hætti hvernig námskeið var keypt. Ef kaupandi vill ekki skipta út námskeiðinu út fyrir annað námskeið verður námskeiðið endurgreitt.

Komi til þess að kaupandi nýtir ekki hluta af námskeiði er honum bent á að hafa samband við þjálfara námskeiðs sem fer með málið til annarra starfsmanna Sporthússins. Ef um heilsubrest er að ræða sem veldur því að kaupandi nýtir ekki námskeiðstímann að fullu er velkomið að senda beiðni um endurgreiðslu hluta ásamt framlögðu læknisvottorði. Hver beiðni er tekin til skoðunar og reynt að koma til móts við kaupanda.

Hóptímar

Mikið úrval af fjölbreyttum hóptímum er í boði í Sporthúsinu. Meðlimir skulu ávallt bóka sig fyrirfram í hóptíma á heimasíðu Sporthússins og fer skráningin fram með rafrænum skilríkjum. Ef lágmarksfjöldi næst ekki í hóptíma fellur hann sjálfkrafa niður og fá skráðir meðlimir upplýsingar um það í gegnum tölvupóst.

Meðlimir geta bókað sig í hóptíma með mest þriggja daga fyrirvara. Mikilvægt er að meðlimir sýni heiðarleika og mæti í þá tíma sem þeir eru skráðir í. Sporthúsið leggur mikla áherslu á að meðlimir afskrái sig úr tímum sjái þeir fram á að komast ekki í hóptímann.

Sporthúsið áskilur sér rétt til þess að breyta hóptímatöflu sinni og setja tíma í frí þegar það á við.

Æfingar

Viðskiptavinur æfir á eigin ábyrgð og er skylt að ráðfæra sig við lækni ef þekkt veikindi eða meiðsli eru til staðar. Ef upp koma veikindi eða meiðsli er viðskiptavini einnig skylt að ráðfæra sig við lækni. Seljandi er ekki bótaskyldur á neinn hátt komi til meiðsla, annarra veikinda eða andláts.

Umgengni

Meðlimir skuldbinda sig til að hlíta umgengnisreglum Sporthússins. Ganga skal vel um allan búnað og tæki sem stöðin býður upp á. Þá skal ganga frá og þrífa tæki og búnað strax eftir notkun. Einnig skal ganga vel um í búningsherbergjum.

Sporthúsið ber enga ábyrgð á eignum eða fatnaði iðkenda, hvorki í tækjasal, búningsherbergjum, skápum né annars staðar í húsinu. Mælt er með að meðlimir komi með hengilás til að læsa skápum í búningsherbergjum.

Ólögleg efni eru bönnuð í Sporthúsinu. Ef viðskiptavinur eða einhver í stöðinni gerist uppvís að notkun ólöglegra efna verður viðkomandi rekinn út úr stöðinni. Jafnframt er stranglega bannað að æfa undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í húsinu. Brot á þessum reglum er brottrekstrarsök.

Trúnaður

Sporthúsið virðir trúnað við viðskiptavini sína og heitir meðlimum sínum fullum trúnaði um allar þær persónulegu upplýsingar sem veittar eru í tengslum við viðskiptin. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Þegar viðskiptavinir greiða fyrir námskeið í vefverslun eru upplýsingar um kreditkort/debetkort aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Kortaupplýsingar eru geymdar í öruggum kerfum færsluhirðis, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Þegar kaup eru staðfest er öllum upplýsingum um greiðslukort eytt út úr kerfinu.

Lög og varnarþing

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Ef ágreiningur kemur upp sem veldur því að viðskiptavinur telur að hann eigi kröfu á hendur Sporthúsinu, þá verður slíkum ágreiningi vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.

Kaupa kort