Um Sporthúsið

Saga Sporthússins

Þann 1. janúar 2008 tóku þeir Þröstur Jón og Ingi Páll Sigurðssynir við rekstri Sporthússins í Kópavogi.
Húsnæðið er hátt í 7.000fm. Stór líkamsræktarsalur er á neðri hæð og annar lítill (Sporthúsið Gull) á efri hæð. Í Kópavogi eru 2 fótboltavellir, skvass salur, infrared salur, heitur salur, BootCamp, CrossFit, Týr bardagaíþróttafélag og þar má auk þess finna Sjúkraþjálfunarstofu og Kírópraktorstofa Íslands.

Snemma árs 2012 var gamla íþróttahúsinu á Ásbrú sem áður hýsti starfsemi Bandaríkjahers breytt í ríflega 2.000 fm líkams- og heilsuræktarstöð.  Það eru hjónin Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi Þröstur Jón og Ingi Páll Sigurðssyni, sem eiga og reka Sporthúsið í Reykjanesbæ. Stöðin opnaði formlega þann 15. september sama ár.

Í Reykjabesbæ má finna fullbúna heilsulind með gufu, heitum og köldum potti, HotYoga sal, sérhannaðan teygjusal, spinning-sal og CrossFit-sal ásamt barnagæslunni Krílabæ. Í húsnæðinu er einnig að finna fæðubóta- og boozt verslunina Líkami & Boost.

Viðskiptavinir Sporthússins eru á öllum aldri og óhætt að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Markmiðið okkar er að veita framúrskarandi persónulega þjónustu með það að leiðarljósi að viðskiptavinir okkar nái settum markmiðum og varanlegum árangri.

Kópavogur
Reykjanesbær
Opnunartími Sporthússins:

Kópavogur:

Mán-fim kl. 05:50 - 23:30
Föstudaga kl. 05:50 - 22:30
Laugardaga kl. 08:00 - 17:00
Sunnudaga kl. 09:00 - 20:00

Reykjanesbær:

Mán-fös kl. 05:50 - 22:00
Laugardaga kl. 08:00 - 19:00
Sunnudaga kl. 09:00 - 20:00

Kaupa kort