Skráðu þig í dag!

BootCamp

Fjögur æfingakerfi!

Bootcamp er fjölbreytt og skemmtilegt æfingakerfi þar sem unnið er með úthald, kraft og styrk. Bootcamp Sporthúsinu skiptist upp í fjögur æfingakerfi: Boot Camp, Base Camp, Strenght & Conditioning og TEAM.

Boot Camp

Í Boot Camp er mest unnið með eigin líkamsþyngd, sandpoka og ketilbjöllur. Það er lögð mikil áhersla á samvinnu þar sem iðkendu vinna saman að því að leysa ýmis verkefni. Þessvegna styrkir Bootcamp þig ekki bara líkamlega heldur styrkir það þig einnig félagslega og andlega og ýtir þér út fyrir þægindarammann. 

Base Camp

Base Camp er byggt upp á sama æfingakerfi og Boot Camp en farið er í minni ákefð og hraða í þessum tímum og getur þú stýrt álaginu sjálf/ur. Base Camp er því tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér aftur af stað í líkamsrækt eftir pásu eða meiðsli. Þetta er hin fullkomna leið að hefja BootCamp ferilinn.

Strength & Conditioning

Strength & Conditioning er vinsælt æfingakerfi í Bootcamp þar sem markmiðið er að hámarka styrk og kraft hvers og eins. Mikið er unnið með lyftingarstangir, ketilbjöllur og handlóð í þessum tímum. Í hverjum mánuði er gefið út plan hvaða hreyfingar verða teknar fyrir í hverjum tíma fyrir sig. Helstu æfingar eru: hnébeygjur, bekkpressa, réttstöðulyftur, axlapressur og power clean.

TEAM

Á laugardögum eru TEAM æfingar. Þessar æfingar eru lengri en hefðbundnar æfingar á virkum dögum og er lögð áhersla á það að vinna saman sem lið á hverri æfingu. Að mæta á TEAM æfingar er góð leið til þess að kynnast öðru fólki sem stundar Bootcamp

Með því að vera með áskrift í Bootcamp Sporthúsinu hefur þú valmöguleika á því að mæta í alla þessa tíma. Tímasetningar tímanna getur þú séð í tímatöflu Bootcamp. Allir tímarnir fara fram í toppaðstöðu í Bootcampsalnum í Sporthúsinu Kópavogi ásamt því að útisvæði í kringum stöðina er vel nýtt allan ársins hring.

Þú hefur um 48 vikulega tíma að velja!

TímasetningMánudagarÞriðjudagarMiðvikudagarFimmtudagarFöstudagarTímasetningLaugardagar
06:00-07:00BOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMP09:00-15:15TEAM
06:00-07:00STRENGTH STRENGTH 10:15-11:30STRENGTH
07:00-08:00BOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMP BASE CAMP BOOT CAMP
07:00-08:00STRENGTHSTRENGTH
08:30-09:30BOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMP BASE CAMPBOOT CAMP
08:30-09:30STRENGTH STRENGTH
12:00-13:00BOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMP
12:00-13:00STRENGTHSTRENGTHSTRENGTH
16:15-17:15BOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMP
16:15-17:15STRENGTHSTRENGTH STRENGTH
17:15-18:15BOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMPBASE CAMPBOOT CAMP
17:15-18:15HLAUPAHÓPURSTRENGTH STRENGTH STRENGTH
Kaupa kort