Stök mæling í Technogym Checkup - Kópavogur
Product information
Description
Eftir kaupin færðu sendan tölvupóst með leiðbeiningum um það hvernig þú bókar tíma í mælinguna, en það er gert í Technogym appinu. Notandaaðgangur er stofnaður sjálfkrafa fyrir kaupanda um leið og þessi vara er keypt, með netfanginu sem notað er í þessu kaupferli.
Fullkomið fyrir þá sem vilja snögga yfirsýn yfir líkamlegt ástand sitt.
Inniheldur:
- Eina mælingu í Technogym Checkup
- Yfirlit yfir niðurstöður
- Stutta útskýringu á niðurstöðum
- Aðgang að appi og skýrslum
Hvernig fer mælingin fram?
Þjálfari tekur á móti þér og leiðir þig í gegnum allt ferlið. Technogym Checkup tækið notar háþróaða mælitækni og gervigreind til þess að meta líkamlegt og hugrænt ástand. Gott er að mæta í aðsniðnum fötum svo að myndavélin í tækinu geti greint hreyfingar á sem nákvæmastan hátt.
Tækið mælir:
- Liðleika
- Jafnvægi
- Líkamssamsetningu
- Hugræna færni
- Styrk
- Þol
Þolprófið samanstendur af hnébeygjuæfingum þar sem hjartsláttur er mældur fyrir, á meðan og eftir að æfingarútínunni er lokið. Einnig er hægt að taka þolprófið á þoltækjum sé þess óskað. Gott er því að mæta í æfingafatnaði og æfingaskóm með vatnsbrúsa meðferðis.
