Fullfrísk mömmuleikfimi
Product information
Short description
Innifalið í námskeiðinu er:
- Tvær til þrjár æfingar á viku undir handleiðslu þjálfara
- Aðgangur að lokuðum Facebook hóp
- Aðgangur að báðum stöðvum Sporthússins
- Aðgangur að tækjasal Sporthússins og pottasvæði
- Aðgangur að öllum opnum tímum
Description
Næsta námskeið hefst 11. ágúst
Sérsniðið námskeið fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt eftir barnsburð og geta tekið börnin með sér í tíma.
Mikil áhersla er lögð á að konan fái sem mest út úr tímanum en hafi á sama tíma svigrúm til þess að sinna barninu svo og aðlaga æfingarnar ef einhver vandamál eru að hrjá s.s. grindarverkir, bakverkir, þvagleki eða annað. Einnig er hægt að gera æfingar meira krefjandi konan treystir sér til þess.
Hjá Fullfrísk er allar konur velkomnar hvort sem þær eru vanar að æfa eða ekki, svo og konur með stoðkerfisverki eða önnur vandamál. Mikið er gefið af valmöguleikum fyrir flestar æfingar og konan getur stjórnað álaginu mikið sjálf. Hjá okkur er helsta markmiðið vellíðan og að konur æfi saman í góðum félagsskap.
Mömmuhópurinn er með lokuðum Facebook hóp og að auki hittast hóparnir utan tíma og skapast gott og skemmtilegt andrúmsloft innan þeirra. Hægt er að byrja hvenær sem er á miðju námskeiði og einnig má flakka á milli tíma að villd.
Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Dagmar Heiða Reynisdóttir, menntaður hjúkrunarfræðingur, þolfimikennari og einkaþjálfari. Dagmar vann lokaverkefni sitt "Líkamsrækt á meðgöngu" við hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2004 og hefur verið með mömmu- & meðgöngunámskeið í Sporthúsinu og Bootcamp síðan árið 2007.
Námskeiðið er kennt mán, mið og fös kl. 10:15
Hægt er að velja um að æfa 2x eða 3x í viku
Verð fyrir 2x í viku 28.500 kr,- (meðlimaverð 13.167 kr.)
Verð fyrir 3x í viku 32.500 kr,- (meðlimaverð 17.353 kr.)