Fullfrísk meðgönguleikfimi
Product information
Short description
Innifalið í námskeiðinu er:
- Tvær æfingar á viku undir handleiðslu þjálfara
- Aðgangur að lokuðum Facebook hóp
- Aðgangur að báðum stöðvum Sporthússins
- Aðgangur að tækjasal Sporthússins og pottasvæði
- Aðgangur að öllum opnum tímum
Description
Næstu námskeið hefst 11. ágúst
Sérsniðið námskeið fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu.
Námskeiðið byggist fyrst og fremst á styrktarþjálfun og mikil áhersla er lögð á að styrkja kvið-, bak- og grindarbotnsvöðva. Mikið er lagt upp úr að að tímarnir séu fjölbreyttir og skemmtilegir og að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Mikil áhersla er lögð á að konur hlusti vel á líkamann og þeim ráðlagt miðað við sitt ástand.
Í Fullfrísk eru allar konur velkomnar, hvort sem þær eru vanar að æfa eða ekki svo og konur með stoðkerfisverki eða önnur vandamál. Konur hafa verið að byrja allt frá 12. viku (sumar fyrr) og fram eftir meðgöngunni og margar hverjar ná að æfa fram á síðasta dag.
Hægt er að byrja hvenær sem er inni í miðju námskeiði og ef kona þarf að hætta á miðju námskeiði vegna fæðingar barns, þreytu eða líkamlegra annmarka þá er konunni boðið að eiga restina upp í mömmunámskeið þegar hún er búin að eiga.
Að auki er hópurinn með lokaðan Facebook hóp og hittast utan tíma þannig að skapast gott og skemmtilegt andrúmsloft innan þeirra.
Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Dagmar Heiða Reynisdóttir, menntaður hjúkrunarfræðingur, þolfimikennari og einkaþjálfari. Dagmar vann lokaverkefni sitt "Líkamsrækt á meðgöngu" við hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2004 og hefur verið með mömmu- & meðgöngunámskeið í Sporthúsinu og Bootcamp síðan árið 2007.