30. janúar 2026
30. janúar 2026
Clutch myndavélar á padel völlum
Nýjung á padelvöllunum - Clutch myndavélar komnar í notkun!
Við viljum vekja athygli iðkenda á því að nýverið hafa verið teknar í notkun myndavélar á padelvöllum okkar. Myndavélarnar eru frá Clutch og eru ætlaðar til að bæta upplifun iðkenda.
Með þessum búnaði gefst leikmönnum kostur á að taka upp leiki sína, fara yfir spilamennsku og deila upptökum með öðrum. Markmiðið er að styðja við framfarir og auka skemmtun og gæði í æfingum og keppni.
Við hvetjum iðkendur til að kynna sér þessa nýju viðbót og nýta sér hana til fulls.
Notkunarleiðbeiningar
1️⃣ Sækja appið og skrá sig
- Sæktu Clutch í App Store eða Google Play.
- Opnaðu appið.
- Skráðu þig inn með notendaupplýsingum.
2️⃣ Taka upp leik
- Ýttu á “Record” takkann neðst á valmyndinni í Clutch.
- Skannaðu QR kóðann sem hangir á skilti á vellinum sem þú ert að nota.
- Veldu hvenær þú vilt að upptakan hefjist og hvenær hún endar.
3️⃣ Úrvinnsla leiksins
- Að leik loknum vinnur Clutch appið úr upptöku leiksins.
- Clutch biður þig um að auðkenna hvaða leikmenn tóku þátt í leiknum og biður þig einnig um að skrá inn úrslit leikja sem voru spilaðir.
- Þú getur síðan “taggað” þá meðspilara sem eru með appið líka.
- Að lokinni úrvinnslu gefur Clutch þér heildar upptöku leiksins, þá er appið einnig búið að útbúa myndband með hápunktum hvers leikmanns fyrir sig ásamt hápunktum leiksins í heild sinni.
- Þá gefur Clutch upp alla tölfræði leikmanna; hversu marga kílómetrar leikmenn hlupu, skotaðferðir leikmanna og hvar þeir voru að mestu staðsettir í leiknum.
- Þá gefur Clutch öllum leikmönnum einkunn eða svokallað Clutch Score sem er mælikvarði á hvaða leikmaður átti bestu frammistöðuna í leiknum.