6. ágúst 2023

Boot Camp og Crossfit Sport styrkja Kraft

Styrktaræfing Boot Camp og CrossFit Sport

Þann 12. ágúst munu þjálfarar Boot Camp og CrossFit Sport efna til æfingu fyrir stuðningsfélagið KRAFT.
Æfingin fer fram í Sporthúsinu í Kópavogi og nágrenni.

60-90 mín æfing þar sem 2 einstaklingar saman í liði etja kappi við ýmsar þrautir og æfingar í Boot Camp og CrossFit stíl. Áætlað er að æfingin hefjist kl. 10:00 en ráslistar verða sendir á þátttakendur daginn fyrir.
Skráningarfrestur er til hádegis þann 11. ágúst og hægt er að skrá sig HÉR!

Það geta allir verið með óháð aldri og getu þar sem hægt verður að aðlaga allar æfingar eftir hentisemi. Eina krafan til þátttöku er að styrkja KRAFT um 2000, 4000, eða 6000 kr. sem munu renna óskert til félagsins.

Hvað er Kraftur?
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Félagið er hagsmuna- og stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára. Aðstandendur geta einnig gerst félagsmenn, án tillits til aldurs.

Kaupa kort