15. janúar 2026
15. janúar 2026
BIOSTRENGTH: Gervigreindin er komin
Sporthúsið kynnir Biostrength frá Technogym, byltingu í styrktarþjálfun!
Biostrength eru lyftingatæki framtíðarinnar. Engin lóð, ekkert þyngdarafl, tölvustýrð rafseguldrifin mótstaða, gervigreind sem aðlagar þyngdir að þinni getu og þínum markmiðum, og allt að 30% meiri árangur á sama æfingatíma!
Í boði frá 1. janúar 2026
Biostrength línan frá Technogym var tekin í notkun í upphafi nýs árs í báðum stöðvum Sporthússins, í Kópavogi og Reykjanesbæ. Viðskiptavinum Sporthússins gefst nú tækifæri á að prófa þessa byltingarkenndu tækninýjung. Hægt er að kaupa aðgang hér
Þróað fyrir geimfara
Biostrength-tækin byggja á háþróaðri tækni sem var upphaflega þróuð fyrir NASA til að sporna gegn vöðvarýrnun geimfara. Í stað lóða (sem gera lítið gagn í þyngdarleysi!) er notast við hárnákvæma, tölvustýrða, rafseguldrifna mótstöðu, sem lagar sig að líkamsbyggingu, getu og markmiðum hvers einstaklings. Gervigreindarstýrður hugbúnaður sér svo um að leiða notandann í rauntíma í gegnum allar æfingar og stillir álag, hreyfisvið, æfingahraða og hvíldir út frá þörfum hvers og eins. Með því að stunda Biostrength styrktarþjálfun má ná allt að 30% betri árangri á sama æfingatíma.
Hverjum hentar Biostrength?
Hin hárnákvæma tölvustýrða mótstaða Biostrength tækjanna gerir þau svo sveigjanleg að þau henta nánast öllum. Þau geta hermt eftir mótstöðu í vatni, mótstöðu þar sem teygja er bundin í lóðin, mótstöðu sem er minni á niðurleið til að minnka harðsperrur, mótstöðu sem er meiri á niðurleið til að auka áreiti á vöðvana, og margt fleira. Biostrength skynjar meira að segja hvenær iðkandinn er orðinn þreyttur og minnkar þá sjálfkrafa mótstöðuna öryggisins vegna. Fyrir vikið hentar Biostrength bæði vel þjálfuðum einstaklingum sem þurfa mikið áreiti til að ná enn meiri árangri, sem og þeim sem eru að byrja í ræktinni og vilja jafna og örugga uppbyggingu á heilsu og lífsgæðum.
„Biostrength breytir styrktarþjálfun til frambúðar – þú verður að prófa!“
„Með Biostrength frá Technogym erum við að taka stökk í styrktarþjálfun og bjóða upp á byltingarkennda nýjung á íslensku markaði. Biostrength tækin laga sig að getu og markmiðum hvers einstaklings og gera fólki kleift að æfa markvissar, öruggar og með betri árangri – sama hvert markmiðið er. Hvort sem þú ert þaulvön í ræktinni eða að taka þín fyrstu skref í styrktarþjálfun þá er Biostrength besta, fljótasta og öruggasta leiðin til að styrkja líkamann. Við erum sannfærð um að Biostrength muni breyta styrktarþjálfun til frambúðar, þetta er eitthvað sem allir verða að prófa” segir Þröstur Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sporthússins.
Um Sporthúsið
Sporthúsið hefur alltaf lagt áherslu á að vera í fararbroddi nýrrar tækni og bjóða upp á framsæknar lausnir sem skila raunverulegu virði fyrir viðskiptavini sína. Í sumar kom Sporthúsið upp glæsilegustu aðstöðu landsins fyrir fjölmarga aðdáendur Padel íþróttarinnar, sem hefur sannarlega slegið í gegn. Með tilkomu Biostrength frá Technogym tekur Sporthúsið annað stórt skref og styrkir sig í sessi sem leiðandi líkamsræktarstöð á Íslandi.