Hot FIT
Ólöf RagnarsdóttirHóptímakennari
Hot Fit er góður styrktartími fyrir allan líkamann
Í Hot Fit tímunum er lögð áhersla á fjölbreyttar æfingar þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd, létt lóð og teygjur.
Unnið er í mislöngum lotum þar sem kjarna- og styrktaræfingar eru í forgrunni.
Tímarnir eru byggðir upp með það að markmiðið að styrkja og móta líkamann með öflugum kjarnaæfingum og eru æfingarnar eru gerðar í heitum sal (37-40°C) til að fá endurnýjunaráhrifin og meiri vöðvamýkt.
Þessi hóptími er fyrir alla aldurshópa og þú ferð á þínum hraða og forsendum.
Fyrirkomulag hópatíma:
- Skráning í tíma opnar 72 klst. áður en tíminn hefst.
- Ef tíminn er fullbókaður er hægt að skrá sig á biðlista, þegar pláss losnar fá iðkendur á biðlista tölvupóst en þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
- Lágmarksskráning er í alla tíma, ef lágmarksskráning næst ekki fellur tíminn sjálfkrafa niður. Skráðir þátttakendur fá tilkynningu í tölvupósti vegna þessa.
- Morguntímar 06:00-08:00 falla niður kl. 22 kvöldinu áður.
- Aðrir tímar falla niður 2 klst. áður en tíminn á að hefjast.
- Í öllum heitum tímum er skylda að vera með handklæði yfir dýnunni eða koma með eigin dýnu.