11. ágúst 2025

Padel vellir opnaðir í dag

Fjórir glæsilegir padel vellir voru opnaðir í Sporthúsinu Kópavogi í dag. Þrír tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð og einn einliðaleiksvöllur, auk þægilegrar félagsaðstöðu fyrir iðkendur. Opið er fyrir bókanir hér: https://sporthusid.simplybook.it/v2/ en tekið er við óskum um fasta vikulega tíma á padel@sporthusid.is.

Veittur er aðgangur að Sporthúsinu klukkustund fyrir bókaðan tíma, þannig að þátttakendur geta hitað upp í tækjasal Sporthússins áður en spilað er. Gestir geta að sjálfsögðu einnig notað búningsaðstöðu Sporthússins og farið í potta og gufu að leik loknum.

Kaupa kort