Týr MMA - Tímar og námskeið

Brazilian Jiu Jitzu

BJJ er öflugasta glímuíþrótt í heimi. Þú lærir að yfirbuga stærri og sterkari mótaðila með tækni, líkamsbeitingu og vogarafli. Hjá Tý er lögð áhersla bæði á gólf- og standandi glímu og tekið mið að ólíkum sviðum glímunnar.
Ef þú hefur reynslu af BJJ eða Júdó getur þú skráð þig í Tý og mætt í BJJ tíma í stundatöflu.
BÚNAÐUR: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með tannhlíf og BJJ galla.

Mixed martial arts - Kickbox

Í tímunum er farið í högg og spörk sem henta best fyrir MMA íþróttina. Kennd er tækni úr hnefaleikum, muay thai, karate og wrestling. Rík áhersla er lögð  á að forðast meiðsli og höfuðáverka og því byggja tímarnir að miklu leyti á tæknilegum æfingum og drillum. MMA Kickbox er á virkum dögum samkvæmt stundatöflu
BÚNAÐUR: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með góm, eigin boxhanska og legghlífar.

ISR Matrix / CAT

​CAT eru tímar í stundatöflu Týr og opnir öllum stelpum/konum sem æfa hjá Tý.
Neyðarvörn fyrir raunhæfar aðstæður, þar sem einblínt er á einfalda og áhrifaríka tækni.

ISR - MATRIX  (CAT) var í fyrstu hannað fyrir konur sem starfa fyrir leyniþjónustur og sérsveitir í Bandaríkjunum. Það var hannað með það fyrir augum að konurnar gætu varið sig sjálfar og komið sér undan árásar aðilum, eða í versta falli varist þar til aðstoð bærist. Lögð er áhersla á að forðast og koma sér undan stærri og sterkari árásaraðila.
Notast er við leysitök, fellur, hengingar, högg og ýmis bolabrögð til að koma sér undan. Neyðarvörn ISR snýr ekki bara að átökunum sjálfum heldur einnig taktík þeim tengdum.
BÚNAÐUR: Hefðbundin íþróttaföt duga en einnig er gott að hafa með tannhlíf og MMA hanska.

Barnastarf

Barnastarf Týr í námskeiðisformi og er ætlað börnum á aldrinum 6-12 ára. Markmið námskeiðisins er að kenna sjálfsvörn í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Samblanda af brazilísku jiu jitsu, kickboxi og standandi glímu. Þau læra glímutök, högg og spörk. Einungis er einblínt á tækni þegar hökk og spörk eru æfð og þau eru æfð á púða.
Mikil áhersla er lögð á öryggi og fræðslu tengda uppgjafartökum og afleiðingum þeirra, sé vitlaust farið að.
Týr skapar eins öruggar aðstæður á æfingum og hægt er og allar æfingar eru undir handleiðslu þjálfara.
BÚNAÐUR: Hefðbundin íþróttaföt duga en gott er að eiga glímu galla (Brazilian jiu jitsu). 

Unglingastarf

Í unglingastarfi Týs er kennd sjálfsvörn, auk tækni úr bardagaíþróttum eins og brazilísku jiu jitsu, kickboxi og standandi glímu. Önnin er sett upp á skemmtilegan hátt þar sem þau byrja að læra að verjast úr bestu mögulegu stöðu, færast svo yfir í meira krefjandi stöður eftir því sem líður á önn.
Kennd eru uppgjafatök, tækni til að stjórna mótaðila, hökk og spörk og varnir gegn þeim.
Týr skapar eins öruggar aðstæður á æfingum og hægt er og unglingarnir eru fræddir um afleiðingar þess að beita þessari tækni á vitlausan hátt. Allar æfingar er undir öruggri leiðsögn þjálfara.
BÚNAÐUR: Hefðbundin íþróttaföt duga en gott er að eiga glímu galla (Brazilian jiu jitsu). 

Prufutími hjá Týr

Hægt er að mæta í prufutíma hjá Týr MMA.
Mættu í móttöku Sporthússins og afgreiðslu starfsmenn bóka þig í prufutíma og leiðbeina þér hvar salur Týr er.
Gefðu þig á tal við þjálfara tímans og láttu vita að þú sért að koma í fyrsta skipti. All er aðgangur að glæsilegum tækjasal Sporthússins og öllum opnum tímum.

Allir iðkendur Týr MMA hafa fullan aðgang að fullbúnum tækjasal Sporthússins og hóptímum.

Kaupa kort