SkillRow róðratímar
Bjarni Þór GomezHóptímakennari
Ólafur Örn ÓlafssonHóptímakennari
Stórskemmtilegir róðratímar sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi
Í tímunum eru notaðar róðravélar frá Technogym sem eru hannaðar til þess að líkja eftir róðri á vatni. Við róum eftir "SPM" eða togum á mínútu. Iðendur sjá róðravél sína sem pílu á sjónvarpsskjá. Prógram tímans ræður hvaða SPM hraða við reynum að halda og á skjánum breytir pílan um liti eftir þeim hraða sem iðkendur ná að halda.
Tímarnir eru í heildina 30-45 mínútur og einkennast af mikilli stemningu og ákvefð sem reynir á alla vöðvahópa líkamans og eykur úthald. Við róður erum við ekki að upplifa högg á liði og hentar þessi tegund þrekþjálfunnar því flestum.
Meginmarkmið tímanna er að auka þol sem styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur grunnbrennslu okkar og súrefnisupptöku
Komdu og prófaðu þessa nýjung í líkamsrækt og róðu í átt að markmiðum þínum í hvetjandi hóp þar sem hvert róðratak skiptir máli!