CrossFit grunnnámskeið

Hvað er CrossFit?

CrossFit er hagnýt (functional) líkamsrækt sem allir geta stundað, óháð aldri, formi og reynslu. CrossFit er æfingakerfi sem samanstendur af síbreytilegum æfingum. Íþróttin er samanspil þols, liðleika, samhæfingar og styrks.

Helstu kostir CrossFit er að það byggir upp á æfingum sem þjálfa samhæfingu vöðva og undirbýr iðkendur fyrir áskoranir af hvaða tagi sem er.

Í CrossFit Sport og CrossFit Suðurnes starfa reyndir og metnaðarfullir þjálfarar sem færa iðkendum faglega og trausta þjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu og örugga æfingatækni.

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði CrossFit, æfingakerfi útskýrt og iðkendur eru undirbúnir til þess að mæta í almenna tíma hjá CrossFit Sport.

Grunnnámskeiðið er kennt í 3 vikur (9 tíma) og að því loknu er iðkenda frjálst að mæta í tíma hjá CrossFit Sport og CrossFit Suðurnes.

Innifalið:

  • Kennsla í réttri líkamsbeitingu og öruggri æfingatækni
  • Faglegur og traustur undirbúningur fyrir framhaldsþjálfun
  • Þrjár CrossFit æfingar á viku á grunnnámskeiði (3 vikur) undir handleiðslu þjálfara
  • Aðgangur að öllum tímum í töflu CrossFit Sport og CrossFit Suðurnes að loknu grunnnámskeiði (5 vikur)
  • Aðgangur að báðum stöðvum Sporthússins 
  • Aðgangur að tækjasal og pottasvæði Sporthússins 
  • Aðgangur að öllum opnum tímum

Þú gætir einnig haft áhuga á

Kaupa kort