Bandvefslosun og slökun
Bandvefslosun og slökun er námskeið fyrir þá sem vilja hlúa vel að líkama sínum
Þetta eru rólegir tímar sem kenndir eru í infrarauðum heitum sal þar sem við notum mismunandi bolta til að nudda auma vöðva og bandvef líkamans og endum alla tíma á slökun.
Bandvefur er stoðvefur sem hefur þann tilgang að tengja saman mismunandi vefi og vera milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða.
Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar verður vefurinn þurr sem getur haft áhrif á hreyfigetu.
Bakverkir, höfuðverkir og skert hreyfigeta eru algengar afleiðingar af of stífum bandvef.
Stífni í herðablaði getur leitt upp í höfuð og stífni í mjöðm og lærum geta einnig haft mikil áhrif á bakið.
Þessar æfingar hjálpa til við að:
- draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu
- auka hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika
- bæta líkamsstöðu
- undirbúa líkamann fyrir átök
- draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt
Námskeiðið er kennt í infrarauðum sal Áróra Yoga. Infrarauður hiti hjálpar okkur að skila út eiturefnum úr líkamanum, dregur úr vöðvaverkjum og bólgum, eykur blóðrás og styrkir ónæmiskerfi okkar, hraðar endurheimt og veitir orku.
Iðkendur þurfa að mæta með stórt- eða jóga handklæði til að leggja yfir dýnur.
Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur og er kennt þriðjudaga kl. 19:00-20:00
Verð: 25.900 kr.-
Kennari námskeiðsins er Guðrún Bjarnadóttir
Innifalið í námskeiðinu er:
- Einn tími á viku undir handleiðslu þjálfara í heitum sal
- Aðgangur að báðum stöðvum Sporthússins
- Aðgangur að tækjasal Sporthússins og pottasvæði
- Aðgangur að öllum opnum tímum Sporthússins
Þú gætir einnig haft áhuga á