Sesselja Konráðsdóttir

Jógakennari

Menntun:
Ég er ÍAK einkaþjálfari og jógakennari frá YogaWorks. Ég hef einnig lokið ýmsum námskeiðum tengdum hreyfingu, t.a.m. hreyfiþroska barna og ungmenna, jazzballett, klassískum ballett, samkvæmisdönsum, magadansi ofl. Auk þess er ég með B.Ed. gráðu sem myndmenntakennari, B.A. gráðu í list- og bókmenntafræði og M.A. gráðu í menningarstjórnun.

Starfsreynsla:
Ég er myndlistakennari í fullu starfi en samhliða því er ég að kenna jóga og diskófimi í Sporthúsinu. Áður var ég að kenna jóga í Heilsa og Spa á Hótel Íslandi, og hef einnig starfað sem einkaþjálfari og lífsstílsráðgjafi bæði sjálfsstætt og hjá Bailine vaxtamótun fyrir konur.

Áhugamál:
Ég hef mikinn áhuga á fjölbreyttri hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl ásamt hvers kyns listsköpun og menningu.

Um mig:
Ég er lífsglöð og ástríðufull félagsvera sem hef unun af því að gefa af mér og hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum.

Kaupa kort