Menntun/Reynsla:
- Nemi í ÍAK einkaþjálfun, útskrifast í júní 2023.
- BA gráða í félagsfræði, BA ritgerð um áhrif áfalla- og erfiðleika þátta á þyngd og þyngdarbreytingu hjá körlum og konum.
- Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
Sérhæfing:
- Styrktarþjálfun eftir efnaskiptaaðgerð (magaermi, mini hjáveitu, hjáveitu).
- Áhrif áfalla á þyngd og þyngdarbreytingar.
- Styrktarþjálfun fyrir eldri borgara/byrjendur.
- Tengsl tilfinninga og matarræðis.
Áhugamál:
Heilsutengd málefni, skíði, ferðalög, eldamennska/bakstur, spil og að vera í góðra vina hópi.
Um mig:
Var eitt sinn 132 kg. og þekki vel að lifa í þungum líkama og allt sem því fylgir. Hef stundað hreyfingu allt mitt líf, í hvaða líkamsstærð sem ég var í. Þar er nefnilega hægt að hreyfa sig þó maður sé í stórum líkama!
Hef stundað styrktarþjálfun í tæpan áratug, fór í mini hjáveituaðgerð, er 2ja barna móðir, sundurskorin af ýmsum ástæðum svo ég þekki vel æfingar eftir aðgerðir af ýmsum toga.
Er hress, jákvæð, bjartsýn, drífandi og lifi lífinu lifandi.
U