Sigrún Snorradóttir

ÍAK einkaþjálfari
Netfang: heilsusamtal@gmail.com
Símanúmer: 869-2908

Menntun/Reynsla:
  • ÍAK einkaþjálfari
  • BA gráða í félagsfræði – BA ritgerð um áhrif áfalla-og erfiðleikaþátta á þyngd og þyngdarbreytingar hjá körlum og konum
  • Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun
Sérhæfing:
  • Styrktarþjálfun eftir efnaskiptaaðgerð (magaermi, mini hjáveita, hjáveita)
  • Áhrif áfalla á þyngd og þyngdarbreytingar
  • Styrktarþjálfun fyrir eldri borgara/byrjendur
  • Tengsl tilfinninga og mataræðis
Áhugamál:

Heilsutengd málefni, skíði, ferðalög, eldamennska/bakstur, spil og að vera í góðra vina hópi

Um mig:

Var eitt sinn 132 kg, þekki vel að lifa í þungum líkama og öllu sem því fylgir. Hef stundað hreyfingu allt mitt líf, í hvaða líkamsstærð sem ég var í.
Það er nefnilega hægt að hreyfa sig þó maður sé í stórum líkama. Hef stundað styrktarþjálfun í tæpan áratug, fór í mini hjáveituaðgerð, er 2ja barna móðir, sundurskorin af ýmsum ástæðum svo ég þekki vel æfingar eftir aðgerðir af ýmsum toga. Er hress, jákvæð, bjartsýn og drífandi og lifi lífinu lifandi!

Hlakka mikið til að hjálpa þér við að styrkja þig og finna aukna vellíðan sem fylgir heilsusamlegum lífsstíl.

Kaupa kort